Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2018 22:45 Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira