Bjóða Löfven á fund til að ræða stuðning við hægristjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2018 08:33 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47