Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:15 Flórens, séð úr geimnum. Mynd/ESA Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43