Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 18:30 Bjarni Már Júlíusson var í gær rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“
MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40