Gömul og ný dómsmál Óttar Guðmundsson skrifar 15. september 2018 08:00 Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar