Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 20:00 Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira