Langar að prófa fjallaskíði 15. september 2018 10:00 Valdimar Kári æfir fótbolta og handbolta til skiptis. Vísir/Ernir Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira