Rassálfar í leikhúsinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2018 10:00 Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira