Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 11:59 Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Vísir/AP Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt. Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt.
Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17
Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28