Krefjast breytinga á bótakerfinu: Stjórnvöld verði að mæta kröfum launafólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 13:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn. Kjaramál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.
Kjaramál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira