Fjalla um fyrsta kossinn, stefnumótið og önnur óþægileg atvik Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira