Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 16. september 2018 21:10 Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli. Húsnæðismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli.
Húsnæðismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira