Bíllaus fagna tíu ára starfi Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vill að fólk hafi val um ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15