Berglind Björg Þorvalsdóttir, markadrottningin í liði Blika, var orðlaus í samtali við Vísi eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.
„Ég veit ekki hvað á að segja. Ég er svo ógeðslega ánægð. Ég er orðlaus,” sagði afar glöð Berglind Björg.
Berglind hefur gengið í gegnum mikinn mótbyr undanfarið ár. Hún fór í atvinnumennsku til Ítalíu þar sem lífið gekk ekki sem skildi.
Liðið neitaði að borga henni laun og hún bjó í afar fátæklegri íbúð. Því snéri hún aftur til Blika fyrir tímabilið og hefur raðað inn mörkum á tímbailinu.
„Ég hef aldrei upplifað eins og þessa mánuði. Ég er búin að leggja hart að mér. Það má segja að það sé að skila sér,” en er þetta unga lið Blika að taka yfir fótboltann?
„Já, þetta unga og góða lið - ekki efnilega lengur. Við ætlum að verja þennan titil á næsta ári. Við ætlum ekkert að skila þessum titli.”
„Það er alltaf gaman að skora en það er fyrst og fremst að við vinnum leikina. Ef það skilar mér svo einhverjum skó verð ég drulluánægð,” sagði Berglind sem verður áfram í Kópavogi.
„Ég er með samning við Blikana og ég verð hérna áfram.”
Berglind Björg: Búin að leggja hart að mér og það er að skila sér

Tengdar fréttir

Þorsteinn: Ungar og góðar er okkar slagorð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, segist vera með ungt en gott lið í höndunum - ekki ungt og efnilegt.

Sonný Lára: Við erum bara rétt að byrja
Sonny Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að Breiðablik sé rétt að byrja í því að vinna titla og segir að rigningin í síðari hálfleik hafi skilað sínu.

Breiðablik Íslandsmeistari í sautjánda sinn
Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn en liðið tryggði sér í kvöld sigurinn í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigur á Selfyssingum.