Breiðablik vann í dag 3-1 sigur á Selfyssingum sem höfðu fyrir leikinn tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði í tvígang og markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, Berglind Björg Þorvalsdóttir, gerði eitt mark fyrir Blikana.
Daníel Ingi, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina í Kópavogi í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.







