Vill halda rakarastofuráðstefnu um traust á stjórnmálum Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það kviknuðu margar spurningar við lestur skýrslunnar og við fengum að ræða þetta og viðra okkar sjónarmið. Þetta er einstaklega þarft og áhugavert viðfangsefni,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fékk í gær kynningu á skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. „Forsætisráðherra hefur sagt að skýrslan verði rædd í þingsal. Ég væri til í að taka þetta skrefinu lengra. Við vorum með rakarastofuráðstefnu í kjölfar Metoo og ég held að þingmenn og starfsmenn þingflokka hefðu gott af því að fara í svipaðan vinnudag og ræða siðferðileg álitamál.“ Helga Vala segist telja að slíkt samtal myndi skila meiru en tveggja tíma umræða sem fram færi í ræðustól Alþingis. „Það er mikilvægt að byggja upp traust en það kemur ekki úr einhverjum skýrslum heldur af gjörðum okkar.“ Meðal tillagna er að Siðfræðistofnun verði falið hlutverk við ráðgjöf og eftirfylgni með skýrslunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, er nokkuð efins um það. Traust og virðing í stjórnmálum hafi með allt annað en regluverkið að gera. „Umræða um hvernig við eigum að hafa hlutina og hvað sé eðlilegt er alltaf góð út af fyrir sig. Menn sem hafa umboð frá öðrum þurfa að meta sjálfir hvenær það er farið yfir einhver mörk en ekki einhverjir sérfræðingar í háskólunum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Það kviknuðu margar spurningar við lestur skýrslunnar og við fengum að ræða þetta og viðra okkar sjónarmið. Þetta er einstaklega þarft og áhugavert viðfangsefni,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fékk í gær kynningu á skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. „Forsætisráðherra hefur sagt að skýrslan verði rædd í þingsal. Ég væri til í að taka þetta skrefinu lengra. Við vorum með rakarastofuráðstefnu í kjölfar Metoo og ég held að þingmenn og starfsmenn þingflokka hefðu gott af því að fara í svipaðan vinnudag og ræða siðferðileg álitamál.“ Helga Vala segist telja að slíkt samtal myndi skila meiru en tveggja tíma umræða sem fram færi í ræðustól Alþingis. „Það er mikilvægt að byggja upp traust en það kemur ekki úr einhverjum skýrslum heldur af gjörðum okkar.“ Meðal tillagna er að Siðfræðistofnun verði falið hlutverk við ráðgjöf og eftirfylgni með skýrslunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, er nokkuð efins um það. Traust og virðing í stjórnmálum hafi með allt annað en regluverkið að gera. „Umræða um hvernig við eigum að hafa hlutina og hvað sé eðlilegt er alltaf góð út af fyrir sig. Menn sem hafa umboð frá öðrum þurfa að meta sjálfir hvenær það er farið yfir einhver mörk en ekki einhverjir sérfræðingar í háskólunum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55