Mótið fer fram hjá Club de Golf Terramar golfklúbbnum í Sitges sem er rétt hjá Barcelona.
Estrella Damm Mediterranean golfmótið fer nú fram í skugga hræðilegs atburðar í Bandaríkjunum á dögunum þegar spænski kylfingurinn Celia Barquín var myrt út á golfvelli í Ames í Iowa fylki.
Mótshaldarar munu minnast Celiu Barquín í vikunni og verður meðal annars mínútu þögn á miðjum fyrsta keppnisdegi á morgun.
Allir kylfingarnir munu einnig bera svartan borða á mótinu til minningar um Celia Barquín.
Celia Barquín var Evrópumeistari áhugakylfinga 2018 og var á lokaári sínu í verkfræði við Iowa State háskólann í Ames.
Celia Barquín fannst myrt á golfvellinum í Ames og 22 ára heimilislaus maður, sem bjó í tjaldi við golfvöllinn, hefur nú verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.
Hér fyrir neðan má heyra nokkrar vinkonur Celia Barquín á evrópsku mótaröðinni minnast hennar.
Friends pay their respects to Celia Barquín Arozamena @MeditLadiesOpen
LET players will honour Celia with a minute’s silence during the speeches at this evenings function, during the Pro-Am prize giving presentations, at midday during the 1st round & wear black ribbons. pic.twitter.com/F3dNMWxlha
— Ladies European Tour (@LETgolf) September 18, 2018
Hér fyrir neðan sést Celia Barquín við æfingar á golfvellinum í Ames.
Today is a day of remembrance and mourning. @CycloneWGOLFpic.twitter.com/I2Kx8mJIeg
— Cyclones.tv (@CyclonesTV) September 18, 2018