Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 17:29 Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56