Sóttu kindur áður en vonskuveður skellur á minnugir haustinu 2012 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 19:45 Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“ Dýr Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“
Dýr Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira