Klimatångest Óttar Guðmundsson skrifar 1. september 2018 09:00 Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar