Klimatångest Óttar Guðmundsson skrifar 1. september 2018 09:00 Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar