Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2018 12:17 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30
Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00