Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2018 20:00 Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15