Hulduhöfundur fjallar um uppþot á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 06:00 Árni Kristjánsson leikstjóri segist skilja ósk höfundar um nafnleynd. Leiklestur fer fram í Hannesarholti í dag. Fréttablaðið/Anton brink „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira