Heilbrigðiseftirlitið mælir hávaða frá rútumiðstöð í Skógarhlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. september 2018 08:00 Búnaðurinn sem mæla á hávaða í Skógarhlíð. fréttablaðið/ernir „Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00