Framundan er keppni í Þjóðadeildinni þar sem Skotar eru í C-deildinni og mæta Albaníu og Ísrael. Ísland er í A-deildinni og í riðli með Belgíu og Sviss.
Alex McLeish hefur verið að leita að nýjum framtíðarfyrirliða í síðustu verkefnum eftir að Scott Brown lagði landsliðsskóna upp á hillu í fyrra.
Menn eins og James Morrison, Kieran Tierney, Charlie Mulgrew og Scott McKenna hafa allir borið fyrirliðabandið á þessum tíma en þeir heilluðu ekki Alex McLeish nægilega mikið.
"You cannot lead by following." – Sir Alex Ferguson.
Your new Scotland captain is...#NothingMattersMorepic.twitter.com/zQysiO8BUk
— Scotland National Team (@ScotlandNT) September 3, 2018
Andrew Robertson er 24 ára gamall og hefur spilað 22 landsleiki en sá fyrsti kom á móti Póllandi árið 2014.
Robertson hefur staðið sig frábærlega í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool frá því að félagið keypti hann á átta milljónir punda frá Hull City sumarið 2017.
Robertson er fastamaður í Liverpool liðinu og hefur spilað allar 360 mínúturnar í fyrstu fjórum umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Robertson hefur bæði hrifið menn með vinnslu sinni og hættulegum hlaupum upp vinstri vænginn sem hafa búið til fullt af mörkum fyrir Liverpool liðið.
July 2017: Andy Robertson joins Liverpool from Hull for £8m.
May 2018: Andy Robertson plays in the Champions League final.
September 2018: Andy Robertson named Scotland captain.
An astronomic rise. https://t.co/0WA0H3eQbt
— Squawka Football (@Squawka) September 3, 2018
Fyrsta verkefni sem fyrirliði verður í vináttulandsleik á móti Belgíu á föstudaginn en Belgar eru svo að fara að spila á Laugardalsvellinum eftir helgi.