Vill Val í 16 ára fangelsi og börnin 40 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. september 2018 16:23 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í máli embættisins gegn Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum Ragnari í mars síðastliðnum, krefst þess að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi Kolbrúnar í Héraðsdómi Suðurlands síðdegis í dag. Aðalmeðferð var framhaldið í dag en aðeins eitt vitni átti eftir að bera vitni. Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz sagði í troðfullum dómssal að þung högg á höfuð og síðu hefði orsakað dauða Ragnars. Kolbrún sagði í málflutningi sínum að Val, sem ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu, hefði ekki getað dulist að árásin gæti leitt til dauða bróður síns. Fordæmi væru fyrir sextán ára fangelsi fyrir manndráp hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna barna Ragnars í málinu. Hann krafðist fjörutíu milljóna króna í bætur fyrir þeirra hönd. Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, fór fram á að hann yrði sýknaður um manndráp eða að hann verði beittur vægustu viðurlögum sem lög kunna að leyfa.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í máli embættisins gegn Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum Ragnari í mars síðastliðnum, krefst þess að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi Kolbrúnar í Héraðsdómi Suðurlands síðdegis í dag. Aðalmeðferð var framhaldið í dag en aðeins eitt vitni átti eftir að bera vitni. Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz sagði í troðfullum dómssal að þung högg á höfuð og síðu hefði orsakað dauða Ragnars. Kolbrún sagði í málflutningi sínum að Val, sem ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu, hefði ekki getað dulist að árásin gæti leitt til dauða bróður síns. Fordæmi væru fyrir sextán ára fangelsi fyrir manndráp hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna barna Ragnars í málinu. Hann krafðist fjörutíu milljóna króna í bætur fyrir þeirra hönd. Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, fór fram á að hann yrði sýknaður um manndráp eða að hann verði beittur vægustu viðurlögum sem lög kunna að leyfa.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00
Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20