Trúir því að fólk fái frí til að fara á leikinn Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. september 2018 07:30 Laugardalsvöllur verður ekki jafn þéttsetinn í dag og á laugardaginn þegar tæplega tíu þúsund manns mættu á leik Íslands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00
Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44
Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30