„Verðum að mæta hörkunni og vera hugrakkar með boltann“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. september 2018 11:30 Elín Metta Jensen á ferðinni á móti Slóveníu. Fréttablaðið/Anton Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira