Bannon æfur eftir að boð hans á ráðstefnu New Yorker var afturkallað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2018 14:15 Vísir/Getty Stephen Bannon, fyrrverandi hægri hönd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna er æfur eftir að boð hans á ráðstefnu á vegum bandaríska tímaritsins New Yorker var afturkallað. Fjölmargir fyrirlesarar á ráðstefnunni sögðust ætla að hætta við að mæta ef Bannon myndi láta sjá sig. Ráðstefnan er haldin árlega af tímaritinu og þykir nokkur upphefð að fá boð um að halda fyrirlestur eða sitja fyrir svörum á ráðstefnunni. Vakti það mikla athygli þegar tilkynnt var í gær að Bannon yrði einn þeirra sem sitja myndi fyrir svörum á ráðstefnunni. Jim Carrey, Judd Apatow, John Mulaney og Jack Antonoff voru meðal þeirra sem afboðuðu komu sína auk þess sem að starfsmenn blaðsins höfðu gagnrýnt ákvörðun um að bjóða Bannon á hátíðina. Bannon er afar umdeildur en hann var aðalarkítekt kosningabaráttu Trump sem og stefnu Trump fyrstu mánuði hans í embætti áður en Bannon lét af störfum í Hvíta húsinu.If Steve Bannon is at the New Yorker festival I am out. I will not take part in an event that normalizes hate. I hope the @NewYorker will do the right thing and cancel the Steve Bannon event. Maybe they should read their own reporting about his ideology. — Judd Apatow (@JuddApatow) September 3, 2018David Remnick, ritstjóri New Yorker, tilkynnti um að boð Bannon hafi verið afturkallað í tölvupósti til starfsmanna blaðsins þar sem hann sagði að dræm viðbrögð á samfélagsmiðlum sem og á meðal starfsmanna blaðsins hafi spilað stórt hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að afturkalla boðið.Töldu gagnrýnendur að með boðinu fengi Bannon stórt svið til þess að breiða út boðskap sinn en Remnick hafði áður sagt að ekki yrði farið mjúkum höndum um Bannon á ráðstefnunni, hann yrði spurður erfiðra og krefjandi spurninga.Í yfirlýsingu sem Bannon sendi New York Timeseftir að boðið var afturkallað gagnrýndi hann ákvörðun Remnick harkalega og sagði hann ristjórann vera huglausan.„Ástæðan fyrir því að ég samþykkti boðið var einfalt: Ég myndi mæta einum óttalausasta blaðamanni sinnar kynslóðar,“ skrifaði Bannon. „David Remnick sýndi að hann var huglaus er hann stóð frammi fyrir gagnrýni hins öskrandi netmúgs.“ Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi hægri hönd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna er æfur eftir að boð hans á ráðstefnu á vegum bandaríska tímaritsins New Yorker var afturkallað. Fjölmargir fyrirlesarar á ráðstefnunni sögðust ætla að hætta við að mæta ef Bannon myndi láta sjá sig. Ráðstefnan er haldin árlega af tímaritinu og þykir nokkur upphefð að fá boð um að halda fyrirlestur eða sitja fyrir svörum á ráðstefnunni. Vakti það mikla athygli þegar tilkynnt var í gær að Bannon yrði einn þeirra sem sitja myndi fyrir svörum á ráðstefnunni. Jim Carrey, Judd Apatow, John Mulaney og Jack Antonoff voru meðal þeirra sem afboðuðu komu sína auk þess sem að starfsmenn blaðsins höfðu gagnrýnt ákvörðun um að bjóða Bannon á hátíðina. Bannon er afar umdeildur en hann var aðalarkítekt kosningabaráttu Trump sem og stefnu Trump fyrstu mánuði hans í embætti áður en Bannon lét af störfum í Hvíta húsinu.If Steve Bannon is at the New Yorker festival I am out. I will not take part in an event that normalizes hate. I hope the @NewYorker will do the right thing and cancel the Steve Bannon event. Maybe they should read their own reporting about his ideology. — Judd Apatow (@JuddApatow) September 3, 2018David Remnick, ritstjóri New Yorker, tilkynnti um að boð Bannon hafi verið afturkallað í tölvupósti til starfsmanna blaðsins þar sem hann sagði að dræm viðbrögð á samfélagsmiðlum sem og á meðal starfsmanna blaðsins hafi spilað stórt hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að afturkalla boðið.Töldu gagnrýnendur að með boðinu fengi Bannon stórt svið til þess að breiða út boðskap sinn en Remnick hafði áður sagt að ekki yrði farið mjúkum höndum um Bannon á ráðstefnunni, hann yrði spurður erfiðra og krefjandi spurninga.Í yfirlýsingu sem Bannon sendi New York Timeseftir að boðið var afturkallað gagnrýndi hann ákvörðun Remnick harkalega og sagði hann ristjórann vera huglausan.„Ástæðan fyrir því að ég samþykkti boðið var einfalt: Ég myndi mæta einum óttalausasta blaðamanni sinnar kynslóðar,“ skrifaði Bannon. „David Remnick sýndi að hann var huglaus er hann stóð frammi fyrir gagnrýni hins öskrandi netmúgs.“
Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30