Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2018 20:45 Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00