Danir tefla fram futsal leikmönnum í Þjóðadeildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. september 2018 21:45 Eriksen og félagar eru í hörðum deilum við danska knattspyrnusambandið Vísir/Getty Landsliðshópur Dana fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni um helgina inniheldur leikmenn í neðri deildunum og futsal-leikmenn. Danska sambandið á í deilum við A-landsliðsmenn sína vegna ímyndarréttar þeirra og launa fyrir auglýsingar og aðra vinnu á vegum sambandsins. Í dag staðfesti knattspyrnusambandið að leikmenn úr þriðju og fjórðu deild Danmerkur, ásamt futsal-leikmönnum, séu í hópnum fyrir vináttulandsleik við Slóvakíu og leik í Þjóðadeildinni gegn Wales. Það er enginn leikmaður úr efstu tveimur deildum Danmerkur í hópnum. Fimm af þeim leikmönnum sem voru valdir eru landsliðsmenn í futsal og spiluðu fyrir Dani gegn Grænlendingum í landsleik í maí.Í gær greindi Vísir frá því að þjálfari Dana, Age Hareide, muni ekki stýra danska liðinu. John Jensen, einn leikmannanna úr sigurliði Dana frá EM 1992, stýrir þessum leikmannahópi. Christian Eriksen, leikmaður Tottenham og ein stærsta stjarna Dana, sagði í tilkynningu frá dönsku leikmannasamtökunum að leikmennirnir væru tilbúnir til þess að framlengja gamla samning sinn við danska sambandið tímabundið og spila þessa leiki. „Við, allt landsliðið, erum tilbúnir til þess að rétta fram höndina og framlengja gamla samninginn um mánuð. Við viljum spila fyrir Danmörku og bjarga andliti danska fótboltans,“ er haft eftir Eriksen í tilkynningunni. Ef Danir tefla ekki fram fullmönnuðu liði í þessa tvo leiki gætu þeir átt von á að UEFA setji þá í bann. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Komið fram við Maradona eins og dýr: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Landsliðshópur Dana fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni um helgina inniheldur leikmenn í neðri deildunum og futsal-leikmenn. Danska sambandið á í deilum við A-landsliðsmenn sína vegna ímyndarréttar þeirra og launa fyrir auglýsingar og aðra vinnu á vegum sambandsins. Í dag staðfesti knattspyrnusambandið að leikmenn úr þriðju og fjórðu deild Danmerkur, ásamt futsal-leikmönnum, séu í hópnum fyrir vináttulandsleik við Slóvakíu og leik í Þjóðadeildinni gegn Wales. Það er enginn leikmaður úr efstu tveimur deildum Danmerkur í hópnum. Fimm af þeim leikmönnum sem voru valdir eru landsliðsmenn í futsal og spiluðu fyrir Dani gegn Grænlendingum í landsleik í maí.Í gær greindi Vísir frá því að þjálfari Dana, Age Hareide, muni ekki stýra danska liðinu. John Jensen, einn leikmannanna úr sigurliði Dana frá EM 1992, stýrir þessum leikmannahópi. Christian Eriksen, leikmaður Tottenham og ein stærsta stjarna Dana, sagði í tilkynningu frá dönsku leikmannasamtökunum að leikmennirnir væru tilbúnir til þess að framlengja gamla samning sinn við danska sambandið tímabundið og spila þessa leiki. „Við, allt landsliðið, erum tilbúnir til þess að rétta fram höndina og framlengja gamla samninginn um mánuð. Við viljum spila fyrir Danmörku og bjarga andliti danska fótboltans,“ er haft eftir Eriksen í tilkynningunni. Ef Danir tefla ekki fram fullmönnuðu liði í þessa tvo leiki gætu þeir átt von á að UEFA setji þá í bann.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Komið fram við Maradona eins og dýr: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira