Markamaskínan fékk útrás á brettinu eftir engar mínútur í mikilvægustu leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 12:00 Sandra María Jessen var með á EM 2017. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur. HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur.
HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki