Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2018 08:18 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00