„90 prósent barna spila betur með jákvæðri hvatningu,“ segir í færslu æa Twitter-síðu enska sambandsins og þar er líka myndband sem fær flesta til að hlýna um hjartaræturnar.
90% of children play better with positivity #WeOnlyDoPositivepic.twitter.com/qfJNZPdUto
— The FA (@FA) September 5, 2018
Myndbandið sýnir ungan strák sem ætlar heldur betur að standa sig í leik þar sem að pabbi hans er mættur til að horfa.
Það gengur hins vegar ekkert upp hjá stráknum í leiknum og honum finnst hann hafa brugðist pabba sínum.
Það sem hann gerir sér ekki grein fyrir að hann á fyrirmyndarfótboltapabba sem sér strákinn sinn í réttu ljósi og notar jákvæða hvatningu til að hjálpa drengnum sínum við að sigrast á þessu mótlæti.
Auglýsingin er hluti af Respect herferðinni sem á að styðja við bakið á ungu fótboltafólki.
Þessi auglýsing á einnig mjög vel hér á Íslandi þar sem nokkrir fótboltapabbar (og mömmur) hafa gengið alltof langt í því að setja of mikla pressu á börnin sín.