Hefur hert eftirlit haft áhrif á framboð Airbnb? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar