Lömbin þagna: 110 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2018 19:30 Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira