Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2018 19:15 S2 Sport Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira