Theódóra segir hækkanir á greiðslum vegna nefndasetu í Kópavogi galnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 11:40 Hér má sjá Theódóru og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum samherja í bæjarstjórn Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30