Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 18:07 Sturla Birgisson var fyrstur Íslendinga til að komast á Bocuse d'Or. Mynd/Af Facebook-síðu Sturlu Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22