Missti auga eftir að golfkúla skaust í andlit hans Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 20:14 Frá Keilisvellinum, ekki fjarri þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Kylfingurinn á myndinni, sem ekki tengist fréttinni, er einmitt að slá kúlu sína úr hrauninu. visir/jakob bjarnar Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins. Golf Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins.
Golf Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira