Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:30 Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira