Segist hafa fengið rangar upplýsingar Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2018 06:00 Njáll Trausti Friðbertsson (t.v.) ásamt Birgi Ármannssyni samflokksmanni sínum. fréttablaðið/anton brink Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira