Rene Joensen, Gunnar Nielsen og Kaj Leo í Bartalstovu voru allir í eldlínunni þegar Færeyjar unnu Möltu í Þjóðadeildinni í kvöld.
Rene, sem spilar með Grindavík í Pepsi deild karla, skoraði eitt marka Færeyinga í 3-1 sigri á Möltu í Þórshöfn.
Hallur Hansson og Joan Simun Edmundsson gerðu hin mörk Færeyinga.
Artem Dzyuba tryggði Rússum sigur á Tyrkjum í leik liðanna í Tyrklandi.
Denis Cheryshev hafði komið Rússum yfir snemma leiks en Serdar Aziz jafnaði metin áður en blásið var til hálfleiks. Dzyuba skoraði svo sigurmarkið á 49. mínútu.
Úrslit dagsins í Þjóðadeildinni:
A deild:
Ítalía - Pólland 1-1
B deild:
Tyrkland - Rússland 1-2
C deild:
Albanía - Ísrael 1-0
Litháen - Serbía 0-1
Rúmenía - Svartfjallaland 0-0
D deild:
Aserbaísjan - Kósóvó 0-0
Færeyjar - Malta 3-1
Rene skoraði fyrir Færeyinga
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

