Spjöllin unnu ferðamennirnir á um 1,3 kílómetra kafla meðfram vegi F910 frá Herðubreiðartöglum, suðaustur í átt að Upptyppingum, austan við Öskju, að því er segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Djúp hjólför voru eftir mótorhjólin í nánd við veginn og fjær honum.
Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðar tilkynntu um spjöllin til lögreglu á þriðjudag. Þeim tókst sjálfum að góma ökumennina sem gengust við brotum sínum.
Mennirnir fjórir gáfu sig fram við lögreglu á Akureyri í gær og greiddu sektinar, samtals 400.000 krónur.