Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði 8. september 2018 17:58 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki