Nokkur hundruð manns gengu frá Hallgrímskirkju í dag en hópurinn fer fram á að ríkisstjórnin dragi vagninn og greiði götuna fyrir sjálfbæru samfélagi.
„Það kemur enginn og bjargar okkur út úr þessum vanda. Við erum síðasta kynslóðin áþessari plánetu sem getur hugsanlega stoppað þetta. Krafan er bara ein, við þurfum að hefjast handa. Loftlagsmálin þau bíða ekki eftir neinum. Við höfum bara örstuttan tíma til að vinna íþessu og við viljum aðgerðir strax. Við höfum tækifæri. Við höfum von. Við verðum að snúa bökum saman. Bretta upp ermar og láta þetta ganga. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður stjórnar Votlendissjóðs.

„Já. Við erum síðasta kynslóðin áþessari jörð sem getur bjargaðþessu. Við höfum til þess 10-15 ár hámark segja sérfræðingarnir og þá er það líklega orðið of seint. Við vitum ekki hvað gerist,“ segir Eyþór.