Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 22:30 Osaka gat varla fagnað sínum fyrsta risatitli vegna kringumstæðnanna. Vísir/Getty Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt. Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt.
Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira