Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 15:19 Steve Bannon var umdeildur á tíma sínum í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.” Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.”
Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02