Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 22:47 Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpar stuðningsmenn sína. Vísir/EPA Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49