Horfnar minningar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun